top of page
Search

Meistaramót ÍA á Akranesi um helgina

Um helgina fer Meistaramót ÍA fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Keppt verður í Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Um 50 keppendur taka þátt í mótinu, þar af 15 frá BH.


Keppni hefst klukkan 10:00 bæði laugardag og sunnudag. Tvíliða- og tvenndarleikir eru spilaðir á laugardag og einliðaleikir á sunnudag. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com.


Mótsgjöld eru 3500 kr fyrir einliðaleik og 3000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Biðjum BH-inga að leggja mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt.501001-3090.


Athugið að Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði, vegna lífshættulegs bráðaofnæmis. Það er stranglega bannað að koma með varning sem inniheldur hnetur og fisk inn í húsið. Varningur sem inniheldur hnetur og fisk eru til dæmis hnetusmjör, harðfiskur, Collab, corny, honey nut cheerios og margar próteinstangir.


Grímuskylda er í húsinu fyrir þjálfara og keppendur milli leikja þar sem ekki er hægt að tryggja 1 metra regluna við óskylda aðila. Áhorfendur eru ekki leyfðir.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
Comments


bottom of page