top of page
Search

Mótum frestað og aflýst

Næstu þremur mótum á mótaskrá Badmintonsambands Íslands hefur verið frestað eða aflýst vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.


Gríslingamót ÍA fyrir aldurshópinn U9 og U11 sem átti að fara fram helgina 15.-16.janúar hefur verið frestað. Ekki er búið að tilkynna um nýja dagsetningu. Unglingamót Aftureldingar fyrir U13-U19 sem átti að fara fram sömu helgi hefur einnig verið aflýst.


Alþjóðlega badmintonmótið Iceland International sem átti að fara fram dagana 27.-30.janúar hefur verið aflýst annað árið í röð. 175 erlendir keppendur og 40 íslenskir voru skráðir til keppni en ekki tókst að fá undanþágubeiðni vegna fjölda í salnum afgreidda í tæka tíð og því þurfti að aflýsa. Þá hefur Evrópukeppni karla og kvenna landsliða sem átti að fara fram í Finnlandi einnig verið aflýst.


Fyrr í mánuðinum var Jólamóti trimmara sem átti að fara fram 2.janúar frestað en ekki er búið að ákveða hvenær það fer fram.


Vonir eru bundnar til þess að hægt verði að halda Unglingameistaramót TBR fyrir U13-U19 iðkendur helgina 5.-6.febrúar. Allar líkur eru á því að allir þátttakendur þurfi að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.Comentários


bottom of page