Evrópukeppni félagsliða fer fram í Oviedo á Spáni 19.-23.júní 2023. Lið frá BH tekur þátt í mótinu ásamt 12 öðrum evrópskum félagsliðum. Lið BH skipa þau Róbert Ingi Huldarsson, Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar ásamt Gústav Nilssyni sem er kemur inní liðið sem lánsmaður frá TBR vegna forfalla. Lið frá TBR tekur einnig þátt í mótinu.
BH er í riðli með Kristiansand BK frá Noregi, ACD CHE Lagoense frá Portúgal og BC Jonglénster frá Lúxemborg. Allir leikir BH verða kl.13:30 að íslenskum tíma. Fyrsti leikur er gegn portúgalska liðinu mánudaginn 19.júní, annar leikur gegn Lúxemborg á þriðjudag og svo lokaleikurinn í riðlinum gegn norska liðinu á miðvikudag. Tvö lið komast uppúr hverjum riðli í útsláttarkeppni sem hefst á fimmtudag. Sjá nánar hér á tournamentsoftware.com.
Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á badmintoneurope.tv og hvetjum við öll áhugasöm til að fylgjast með okkar fólki.
Áfram BH! Áfram Ísland!
Kommentarer