top of page
Search

Landsbankamót ÍA - dagskrá

Um næstu helgi taka 27 BH-ingar þátt í Landsbankamóti ÍA á Akranesi.

Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Laugardagur Keppt í U15-U19 flokkunum kl.12:30-19:30

Sunnudagur U11 kl. 10:00-13:00 U13 kl. 13:00-17:00

Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com.

Mótsgjöld eru 1000 kr í U11, 1800 kr fyrir einliðaleik í U13-U19 og 1500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Leggja þarf mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010 kt. 501001-3090.

Vinsamlega athugið að Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði. Allt sem inniheldur hnetur og hraðfiskur er stranglega bannað að koma með inn í hús.

Mjög mikilvægt er að láta Kjartan Ágúst þjálfara vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll í síma 8974184.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun.

Comentarios


bottom of page