Um helgina taka 33 BH-ingar þátt í Landsbankamóti ÍA á Akranesi. Mótið fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Íþróttahúsið er hnetu- og fiskfrítt svæði. Varningur sem inniheldur hnetur og fisk eru til dæmis hnetusmjör, harðfiskur, Collab, corny, honey nut cheerios og margar próteinstangir.
Dagskrá
Keppt er í U11-U19 flokkum unglinga og er gróf dagskrá eftirfarandi:
Laugardagur kl.9:00 - Keppni hefst hjá U11 kl.12:20 - Keppni hefst hjá U13 kl.13:40 - Einliðaleikir í U15A
Sunnudagur
kl.9:00 - Keppni í U15, U17 og U19
Hér á tournamentsoftware.com má sjá niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar. Ef mikið er um langa leiki gæti dagskrá raskast eitthvað en eins eru leikir stundum kallaðir fyrr inn ef vellir eru lausir. Gott er að mæta í hús amk 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma til að hita upp og átta sig á aðstæðum.
Undir flipanum "players" má finna nöfn allra keppenda á mótinu og er hægt að ýta á nöfnin til að sjá fyrstu leiki hvers keppanda. Það fer svo eftir því hvernig gengur hvenær næsti leikur verður. Í einliðaleik fá allir amk 2 leiki en í tvíliða- og tvenndarleik er hreinn útsláttur og því detta þeir úr leik sem tapa.
Í einliðaleik í U11 eru riðlar og fer sigurvegari hvers riðils áfram í útsláttarkeppni. Í öðrum flokkum í einliðaleik er útsláttarkeppni en þau sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk sem er í raun ný keppni. Útsláttartré og riðla má finna undir flipanum "draws".
Mótsgjöld
Mótsgjöld eru 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik. 1.500 kr fyrir einliðaleik í U11. Vinsamlega leggið mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: 0545-26-5010, kt.501001-3090.
Þjálfarar
Þjálfarar BH á mótinu verða:
Kjartan Ágúst Valsson s. 8235332
Sigurður Eðvarð Ólafsson s. 6187703 Anna Lilja Sigurðardóttir s. 8686361
Mikilvægt er að láta þjálfara vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll. Það hefur mjög slæm áhrif á skipulag mótsins ef mikið er um forföll og sérstaklega ef ekki er látið vita.
Hvað á að hafa með?
Fyrir utan badmintonspaða og skó þurfa allir að hafa með sér vatnsbrúsa og gott nesti. Athugið þó að nesti má ekki innihalda hnetur eða fisk því íþróttahúsið er hnetu- og fiskifrítt svæði.
Gott er líka að hafa með íþróttabuxur og peysu til að fara í yfir stuttbuxur og bol milli leikja. Það getur oft verið einhver bið og ekki gott að kólna of mikið niður milli leikja. Eins getur verið gott að hafa með bók og/eða spil til að grípa í ef það koma lengri hlé.
Mælum með að foreldrar komi með til að fylgjast með keppninni. Ef einhverjum vantar far þá er um að gera að hafa samband við þjálfara og þeir aðstoða við að finna útúr því.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel um helgina. Hikið ekki við að hafa samband við þjálfara ef eitthvað er óljóst.
Comments