top of page
Search

Líf og fjör í Strandgötunni um helgina

Það var mikið líf og fjör í Strandgötunni um helgina þegar Bikarmót BH og Snillingamót BH fór fram. Rúmlega 170 leikmenn voru skráðir til keppni og þeim fylgdu auðvitað foreldrar og í sumum tilvikum systkini og afar og ömmur svo húsið var þétt setið.


Keppni hófst á föstudag klukkan 17 og lauk á sunnudag klukkan 17. Að móti loknu var keppnismottunum rúllað upp en það var vaskur 16 manna hópur sem mætti í tiltekt og þökkum við þeim kærlega fyrir frábært starf.


Snillingamót BH


Snillingamótinu var skipt í tvo hluta, U9 hóp sem spilaði á laugardagsmorgninum kl.9-11 og U11 hóp sem spilaði á sunnudagsmorgninum kl.9-11. Í U11 hópnum voru 37 skráðir og mættu 32 en í U9 hópnum voru 29 skráðir og 28 mættu. Keppendur komu frá 6 félögum: BH, Hamar, ÍA, TBR, TBS og UMFA.


Allir þátttakendur spiluðu 5-6 lotur í 21 stig og fengu svo sippuband í þátttökuverðlaun að móti loknu. Elín Ósk og Jón Sverrir voru í mótsstjórn og sáu til þess að allir fengju jafna leiki með því að raða keppendum saman eftir hverja umferð eftir því hvernig þeim gekk í leiknum á undan. Það náðu því allir að spila amk 1 lotu þar sem þeir fengu yfir 15 stig og 97% þátttakenda unnu amk 1 lotu.


Myndirnar hér að neðan voru teknar af hópunum í mótslok, U9 vinstra megin og U11 hægra megin.




Bikarmót BH


Þátttakendum á Bikarmótinu var skipt í 25 geturaðaða riðla þar sem sigurvegarinn í hverjum riðli fékk bikar. Margir jafnir leikir voru spilaðir og sýndu keppendur mikla baráttu og góð tilþrif. Allir þátttakendur fengu glaðning að keppni lokinni sem var RSL vatnsbrúsi hjá U13 riðlunum og RSL svitaband hjá U15-U19 riðlunum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af öllum riðlum en fleiri myndir frá mótinu má finna hér á Facebook. Úrslit allra riðla má finna hér á tournamentsoftware.com.


Forföll voru í þremur fjögurra manna riðlum og var leikmönnum í þessum riðlum boðið uppá auka leiki sem töldu ekki í keppninni en voru æfingaleikir. Flestir þáðu það og spiluðu því allir sem vildu amk. 3 leiki.



Comments


bottom of page