top of page
Search

Kjartan ráðinn Íþróttastjóri BH

Kjartan Ágúst Valsson hefur verið ráðinn í fullt starf sem Íþróttastjóri BH frá 1.október 2021. Hann hefur verið yfirþjálfari keppnishópa BH í badminton um árabil og mun sinna því áfram en hafa nú möguleika á að setja enn meiri kraft í afreksstarfið. Þá mun hann hafa yfirumsjón með öllu faglegu starfi félagsins, sjá um áætlanagerðir allra æfingahópa, markaðsmál o.fl.


Kjartan hefur verið framkvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands undanfarin fjögur ár samhliða þjálfun hjá BH en lætur nú af störfum hjá BSÍ. Kjartan hefur æft badminton hjá BH frá unglingsaldri og verið þjálfari frá árinu 2008. Hann er viðskiptafræðingur að mennt en hefur auk þess lokið þriðja stigi ÍSÍ, 1.stigi BSÍ og fjölda annara námskeiða og fyrirlestra um þjálfun.


Við bjóðum Kjartan hjartanlega velkominn í nýtt hlutverk. Hann hefur unnið frábært starf hjá félaginu hingað til og mikil gæfa að fá hann í fleiri verkefni.


Kjartan Ágúst Valsson, Íþróttastjóri BH, og Anna Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BH, handsala samning um nýtt hlutverk Kjartans.
Kjartan Ágúst Valsson, Íþróttastjóri BH, og Anna Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BH, handsala samning um nýtt hlutverk Kjartans.

Comentários


bottom of page