top of page
Search

Katla Sól og Hrafnhildur Edda Íslandsmeistarar

  • annaliljasig
  • Apr 8
  • 2 min read

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í TBR húsunum um helgina. Stór og glæsilegur hópur frá BH tók þátt í mótinu, als 48 leikmenn. Verðlaunalega séð náðist ekki eins góður árangur og á mótinu í fyrra en þjálfarar voru engu að síður mjög náægðir með sitt fólk og sjá mikla framför hjá leikmönnum félagsins.


Sigursælastar BH-inga voru þær Katla Sól Arnarsdóttir og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir sem urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik stúlkna í U19 flokki og Katla Sól einnig í tvendarleik í U17 flokki. Þá sigruðu þau Barbara Jankowska og Birnir Breki Kolbeinsson í tvenndarleik í U15B og Lena Rut Gígja einliðaleik í U19B. Einnig komu 17 silfurverðlaun í hlut BH-inga á mótinu.


Verðlaunahafar BH voru:


  • Katla Sól Arnarsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í U19A og tvenndarleik í U17A og 2.sæti í einliðaleik í U17A.

  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í U19A, 2.sæti í einliða og tvenndarleik í U19A.

  • Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í einliða-, tvíliða og tvenndarleik í U19A

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19A

  • Lena Rut Gígja, 1.sæti í einliðaleik í U19B

  • Yuna Ír Thakham, 2.sæti í einliðaleik í U19B

  • Baldur Freyr Friðriksson, 2.sæti í tvíliðaleik í U17B

  • Lúðvík Kemp, 2.sæti í einliða og tvíliðaleik í U15A

  • Hákon Kemp, 2.sæti í tvíliðaleik í U15A

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U15A

  • Birnir Breki Kolbeinsson, 1.sæti í tvenndarleik í U15B

  • Barbara Jankowska, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í tvíliðaleik í U15B

  • Emelía Rut Viðarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U15B

  • Sigurður Bill Arnarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13A

  • Þór Kristinn Róbertsson, 2.sæti í einliðaleik í U13B


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.


Á Facebooksíðu BH má finna nokkrar myndir af BH-ingum á milli leikja og í verðlaunaafhendingu. Einnig mikið af flottum myndum frá keppninni á Facebook síðu TBR.


Þökkum BSÍ og TBR fyrir frábæra framkvæmd á mótinu. Virkilega flott umgjörð og dómarar úr röðum keppnishóps TBR alveg frábærir.



 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page