Haustmót trimmara 2023 fór fram í TBR húsunum 5.nóvember. Þar kepptust 24 badmintontrimmarar um toppsætin. Spilaðar voru 5 umferðir af tvíliðaleik þar sem leikmenn voru dregnir saman í hverri umferð. Sigurvegararnir voru Jón Sólmundsson og Erla Rós Heiðarsdóttir sem bæði æfa hjá BH. Í öðru sæti í kvennaflokki var BH-ingurinn Sólveig Ósk Jónsdóttir en í karlaflokki var Egill Þór Magnússon úr Aftureldingu í öðru sæti.
Fullt af flottum myndum frá mótinu má finna hér á Facebooksíðu TBR.
![Verðlaunahafar á Haustmóti trimmara. Frá vinstri Sólveig Ósk, Erla Rós, Jón Sól, Egill Þór. Ljósmynd frá TBR.](https://static.wixstatic.com/media/463c6d_99de80d6bf404a26a13b5f82d29d098f~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/463c6d_99de80d6bf404a26a13b5f82d29d098f~mv2.jpg)
Comments