Senn líður að jólum og jólafríi hjá okkur í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Síðasti hefðbundni æfingadagur fyrir jól verður sunnudagurinn 19.desember en æfingar hefjast svo aftur mánudaginn 3.janúar 2022.
Í jólafríinu bjóðum við uppá nokkra opna tíma fyrir þau sem vilja koma í Strandgötu og hreyfa sig aðeins. Tilvalið að nýta það ef fólk er í bænum.
Miðvikudaginn 22.desember verðum við með opinn tíma fyrir alla BH-inga kl.16:00-19:00 þar sem hægt er að koma og spila frjálst. Foreldrar eru hvattir til að mæta og spila með börnum sínum. Iðkendum einnig velkomið að taka vini með sér. Hægt er að stoppa við á þeim tíma sem hverjum og einum hentar milli kl.16 og 19. Lánum spaða og kúlur á staðnum og þjálfarar aðstoða þau sem vilja.
Mánudaginn 27.des, þriðjudaginn 28.des og miðvikudaginn 29.des verður opin æfing fyrir börn og unglinga í BH kl.10:30-12:00. Hvetjum þau sem vilja koma og hreyfa sig til að mæta. Þjálfarar verða á staðnum og taka vel á móti öllum.
Fullorðinshóparnir sem æfa á mánudögum og fimmtudögum verða með tvíliðaleikskeppni mánudaginn 20.desember. Hópur 1 kl.19:30-21:30 og hópur 2 kl.21:30-22:30.
Keppnishóparnir verða einnig með nokkrar æfingar í fríinu til að undirbúa sig fyrir mót snemma í janúar. Tímasetningar á þeim eru komnar inn í Sportabler.
Gleðilega hátíð kæru félagar, vinir og velunnarar nær og fjær.
Comments