top of page
Search

Jóladagatal fyrir 16 ára og eldri

Iðkendur BH 16 ára og eldri sem nær ekkert hafa mátt æfa í Strandgötunni síðan 8.október eru búnir að standa sig frábærlega í fjaræfingum. Þjálfarar hafa sett upp áskoranir um að fara út að hlaupa eða ganga ákveðið marga km á tímabilinu og gera ýmsar styrktaræfingar heima sem hafa gengið mjög vel.


Næsta áskorun er í formi jóladagatals sem við hvetjum alla BH iðkendur 16 ára og eldri, hvort sem þeir eru í keppnishópum eða ekki, til að taka þátt í. Foreldrar og makar eru einnig velkomnir að slást í hópinn. Dagatalið er rafrænt og opnast nýr gluggi á hverjum degi með fjölbreyttum æfingum sem allir ættu að geta gert heima hjá sér. Jóladagatalið stendur frá 3.-20.desember og verða dregnir út glæsilegir vinningar 21.desember. Stefnt er að því að hópurinn sem tekur þátt fari 2500 km gangandi eða hlaupandi á tímabilinu en í síðustu áskorun voru um 1700 km kláraðir.


Nánari upplýsingar um Jóladagatal BH fyrir iðkendur 16 ára og eldri fást í Facebook hópnum Jóladagatal BH 2020.
Comments


bottom of page