Hrekkjavökunni var fagnað á æfingum í Strandgötu í dag. Mörg mættu í búningum, salurinn var skreyttur og farið í óhefðbundna leiki og æfingar. Felueltingaleikur í myrkri með vasaljós, netspil með slökkt ljós og spilað með svarta ruslapoka yfir netin var á meðal dagskrárliða dagsins. Allir fengu svo skreyttar mandarínur með sér heim í lok æfinga. Um 10 kg af mandarínum runnu ofan í mannskapinn. Meðfylgjandi er mynd af mandarínunum fínu en fleiri myndir frá deginum má finna hér á Facebook.

Comments