top of page
Search

Hrafnhildur Edda og Stefán Logi sigruðu á Meistaramóti TBR

Fyrsta mót ársins, Meistaramót TBR, fór fram í Gnoðarvoginum helgina 6.-7.janúar. Keppt var í úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Mjög góð þátttaka var frá BH eða 34 keppendur en í heild voru 89 skráðir. Tvö gull og sjö silfurverðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn að móti loknu.


Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Stefán Logi Friðriksson unnu einu gullverðlaun helgarinnar fyrir BH en þau sigruðu í tvenndarleik í 1.deildinni. Til silfurverðlauna unnu Stefán Steinar og Natalía Ósk í einliðaleik í 1.deild og Kristján Ásgeir í einliðaleik í 2.deild. Þá unnu þeir Sebastian og Steinþór Emil til silfurverðlauna í tvíliðaleik karla í 1.deild, Una Hrund í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild og Rúnar Gauti í tvenndarleik í 2.deild. Til hamingju verðlaunahafar! Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Nokkuð margir BH-ingar sem hafa verið að vinna til verðlauna í mótum vetrarins eru komnir í næstu deild fyrir ofan vegna stiga og því eru verðlaunin nokkuð færri en venjulega. Verður spennandi að sjá hvort þau halda sér uppi í deildunum út tímabilið eða fari niður aftur. En það er einmitt kosturinn við nýja keppniskerfið sem tekið var upp í fyrra að fólk er ekki fast í einum flokki allan veturinn heldur færist upp og niður eftir því hvernig gengur.


Þökkum TBR fyrir glæsilegt mót en spilað var á mottum á fjórum völlum og búið að setja upp Clutchappmyndavélar á fimm velli þar sem hægt var að taka upp leikina sína og fá þá greinda í appinu. Þá voru fjölmargir dómarar að störfum hjá þeim sem er til fyrirmyndar. Á Facebook síðu TBR má finna mikið af skemmtilegum myndum frá keppni helgarinnar.Hrafnhildur Edda og Stefán Logi, gullverðlaunahafar í tvenndarleik í 1.deild. Mynd frá Facebook síðu TBR
Hrafnhildur Edda og Stefán Logi, gullverðlaunahafar í tvenndarleik í 1.deild. Mynd frá Facebook síðu TBR

bottom of page