top of page
Search

Heimaæfingar næstu vikur

Eins flestir hafa eflaust séð sendu ÍSÍ og UMFÍ frá sér ansi afdráttarlausa yfirlýsingu á föstudagskvöldið um að allt íþróttastarf eigi að liggja niðri á meðan samkomubanni stendur. Það verða því engar skipulagðar æfingar hjá okkur næstu vikur.


Við hvetjum alla okkar iðkendur og fjölskyldur þeirra til að fara að tilmælum yfirvalda. Við erum öll almannavarnir.


Ólíklegt má telja að það verði einhver badmintonmót á dagskránni fyrr en í haust. Keppnisfólkið okkar þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að missa niður badmintonformið í þessu æfingahléi. Það verður nægur tími til að komast í badmintonform þegar þetta allt er yfirstaðið.


Nú er mikilvægt að við hugum öll að því að efla almennt líkamlegt form. Mælum með því að fólk fari út að hlaupa eða ganga amk annan hvern dag og taki einnig styrktaræfingar sem henta hverjum og einum. Hér eru nokkur dæmi um bæði góðar og skemmtilegar æfingar sem flestir ættu að geta nýtt sér. Hver á sínum hraða:



Þá er einnig gott að vinna í hugarþjálfun. T.d. hægt að hlusta á ókeypis fyrirlestur á morgun mánudag hjá Haus hugarþjálfun.


Á Facebook síðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar munum við deila hugmyndum að badmintonæfingum sem hægt er að gera heima. Þegar eru komnar þrjár hugmyndir:



Endilega deilið með okkur hugmyndum af heimaæfingum ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug á Facebook eða bhbadminton@hotmail.com.

Vekjum athygli á því RSL á Íslandi er með fría heimsendingu á vörum sínum í samkomubanninu. Þar er hægt að kaupa spaða og kúlur í öllum verðflokkum og fá BH-ingar 20% afslátt með því að nota kóðann BH á rsl.is.


Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað. Þetta tímabil gengur yfir.



Commentaires


bottom of page