top of page
Search

Happdrætti BSÍ 2022

  • annaliljasig
  • Nov 15, 2022
  • 1 min read

Updated: Nov 17, 2022

Þessa dagana er í gangi sala á miðum í árlegu happdrætti Badmintonsambands Íslands til styrktar útbreiðslu og starfi landsliðanna. Öllum iðkendum býðst að fá miða til að selja til styrktar sambandinu en safna um leið pening í eigin sjóð. Miðinn kostar 1.500 kr og fær sölufólkið 300 kr í sölulaun.


Söluhæsti einstaklingurinn í hverju félagi verður verðlaunaður með 15.000 kr gjafabréfi hjá RSL. Í fyrr var það Dagur Örn Antonsson sem seldi mest BH-inga, 60 miða.


Verðlaunin í happdrættinu eru glæsileg, gjafabréf frá Icelandair og Ormsson, badmintonvörur frá RSL og gisting á Hótel Örk. Dregið verður 22.desember en sölufólk þarf að skila söluhagnaði og óseldum miðum til þjálfara eða starfsfólks í Strandgötu í síðasta lagi föstudaginn 16.desemer. Upplýsingar um vinningsmiða verða birtar á badminton.is.



 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page