BH-ingurinn Halla Stella Sveinbjörnsdóttir sigraði í einliðaleik á unglingamóti í Gentofte í Danmörku um helgina. Halla Stella keppti í U15A og tapaði ekki lotu í þeim fimm einliðaleikjum sem hún spilaði. Hún keppti einnig í tvenndarleik með dönskum meðspilara en tapaði þar naumlega 25-23 í oddalotu í fyrsta leik. Halla fór á mótið ásamt Lilju Bu úr TBR en Lilja spilaði í U17-U19A og sigraði bæði í einliða- og tvenndarleik. Þær stöllur ætluðu að keppa saman í tvíliðaleik en því miður fengu þær enga andstæðinga á móti sér. Hægt er að skoða nánari úrslit mótsins hér á tournamentsoftware.com.
Til hamingju með frábæran árangur stelpur 👏🏸🥇
Comments