Um 25 BH-ingar tóku þátt í Landsbankamóti ÍA á Akranesi um helgina og stóðu sig vel. Keppt var í riðlum í einliðaleik og voru margir BH-ingar nálægt því að komast upp úr sínum riðlum og nokkrir komust alla leið í úrslit. 21 verðlaun komu með heim í Hafnarfjörð að móti loknu.
Halla María Gústafsdóttir og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir náðu þeim frábæra árangri að sigra þrefalt á mótinu þ.e. sigra í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.
Verðlaunahafar BH voru eftirfarandi:
- Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik í U11
- Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliða í U11 og tvíliða í U13
- Eva Viktoría Vopnadóttir, 2.sæti í einliða í U11
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða-, tvíliða og tvenndar í U13
- Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í U13
- Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í tvenndarleik í U13
- Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í einliðaleik í U15
- Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvíliðaleik í U15
- Jón Sverrir Árnason, 1.sæti í tvíliðaleik í U15
- Karítas Perla Elídóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U17
- Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U17
- Halla María Gústafsdóttir, 1.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndar í U19
- Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í tvenndar í U19
- Daníel Ísak Steinarsson, 2.sæti í tvíliða og tvenndar í U19
Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com

Comments