Miðvikudaginn 7.febrúar fer árleg Grunnskólahátíð Hafnarfjarðar fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Um er að ræða ball fyrir alla nemendur í 8.-10.bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Vegna hátíðarinnar falla æfingar niður að mestu en þó fá badmintonhópar sem æfa milli kl.15 og 18 að mæta á æfingu í ræktinni. Nánari upplýsingar má finna í Sportabler.
Óskum hafnfirsku unglingunum góðrar skemmtunar á hátíðinni í kvöld.
Comments