top of page
Search

Glæsilegur árangur á Meistaramóti TBR

Fyrsta mót ársins, Meistaramót TBR, fór fram helgina 7.-8.janúar. Keppt var Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. 34 BH-ingar tóku þátt í mótinu og stóðu sig vel. Mikið af jöfnum og skemmtilegum leikjum og margir að sjá miklar framfarir í sínu spili. 23 verðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn að móti loknu sem er glæsilegur árangur því það er rétt tæpur helmingur allra verðlauna sem keppt var um.


Verðlaunahafar BH voru eftirfarandi.

 • Róbert Ingi Huldarsson, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í Úrvalsdeild

 • Davíð Phuong Zuan Ngyen, 2.sæti í tvíliðaleik í Úrvalsdeild

 • Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvíliða og tvenndarleik í Úrvalsdeild

 • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í Úrvalsdeild

 • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í 1.deild.

 • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

 • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

 • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvenndarleik í 1.deild

 • Jón Sverrir Árnason, 1.sæti í tvenndarleik í 2.deild

 • Freyr Víkingur Einarsson, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í 2.deild

 • Þorleifur Fúsi Guðmundsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

 • Adam Elí Ómarsson, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í 2.deild

 • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

 • Jón Víðir Heiðarsson, 2.sæti í einliðaleik í 2.deild

 • Erla Rós Heiðarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

 • Katrín Stefánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir á Facebooksíðu TBR.


Í tvíliðaleik karla í 2.deild var hreinn BH úrslitaleikur. Adam og Stefán sigruðu Frey og Fúsa.
Í tvíliðaleik karla í 2.deild var hreinn BH úrslitaleikur. Adam og Stefán sigruðu Frey og Fúsa.

Comments


bottom of page