top of page
Search

Glæsilegt mót í Mosó

  • annaliljasig
  • Oct 25, 2021
  • 1 min read

Um helgina hélt Badmintondeild Aftureldingar sitt fyrsta fullorðinsmót, Meistaramót UMFA. Mikið var lagt í umgjörðina en spilað var á keppnismottum okkar BH-inga og einnig notaðir dómarastólar BH. Þá var bein útsending frá tveimur völlum á Youtube. Við óskum Aftureldingarfólki til hamingju með glæsilegt mót og hlökkum til að mæta aftur að ári.


Spilað var í úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna á mótinu og tóku 24 BH-ingar þátt. Okkar fólk var sigursælt en 14 BH-ingar unnu til 16 verðlauna á mótinu:

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild og 1.sæti í tvenndarleik í 1.deild

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Askur Máni Stefánsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

  • Sigurður Eðvarð Ólafsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

  • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvenndarleik í 1.deild

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 2.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild

  • Lilja Berglind Harðardóttir, 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í 2.deild

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Freyr Víkingur Einarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Þorleifur Fúsi Guðmundsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum hér á Facebook.


Til hamingju verðlaunahafar!


Verðlaunahafar í 1.deild í tvenndarleik voru allir úr BH. Guðmundur Adam og Rakel Rut í 1.sæti og Jón Sverrir og Lilja Berglind í 2.sæti.

 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþr�óttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page