top of page
Search

Gerda fékk gullmerki

Sunnudaginn 12. maí fékk badmintonkonan Gerda Voitechovskaja gullmerki BH. Gerda varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna annað árið í röð í apríl og sigraði auk þess í tvíliðaleik kvenna í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem BH-ingur sigrar tvöfallt í efsta flokki í badminton í 65 ára sögu félagsins.


Gerda er frá Litháen en hefur búið hér á landi í um 5 ár. Hún er góð fyrirmynd, ávalt í einstaklega góðu líkamlegu formi og stundar heilbrigðan lífsstíl. Hún er auk þess frábær þjálfari og gefur mikið af sér til badmintonhreyfingarinnar í landinu.


Stjórn BH ákvað árið 2009 þegar félagið eignaðist sinn fyrsta Íslandsmeistara í efsta flokki í badminton að gera það að hefð að veita titilhafa gullmerki félagsins. Það var Erla Björg Hafsteinsdóttir, núverandi formaður BH, sem vann fyrsta titil félagsins.


Það var mikill heiður bæði fyrir félagið og Gerdu að Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, skildi gefa sér tíma til að koma í Strandgötuna og afhenda gullmerkið. Athöfnin fór fram að lokinni keppni í U11 flokknum á Snillingamóti BH og fylgdust því um 50 ungir badmintonleikmenn og þeirra fjölskyldur með þegar Gerda var heiðruð og klöppuðu henni lof í lófa. Virkilega skemmtileg stund.


Meðfylgjandi myndir tók Kristján Pétur Hilmarsson í Strandgötunni á sunnudaginn.



Erla Björg, formaður BH, Gerda, Íslandsmeistari og gullmerkjahafi BH, og Rósa, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Erla Björg, formaður BH, Gerda, Íslandsmeistari og gullmerkjahafi BH, og Rósa, bæjarstjóri í Hafnarfirði.


Rósa bæjarstjóri flutti stutt ávarp. Óskaði Gerdu til hamingju og hvatti ungu badmintonspilarana til dáða.
Rósa bæjarstjóri flutti stutt ávarp. Óskaði Gerdu til hamingju og hvatti ungu badmintonspilarana til dáða.


Skemmtileg stund þegar Rósa afhenti Gerdu gullmerkið.
Skemmtileg stund þegar Rósa afhenti Gerdu gullmerkið.

 Gerda Voitechovskaja og Rósa Guðbjarsdóttir
Gerda Voitechovskaja og Rósa Guðbjarsdóttir

Comments


bottom of page