top of page
Search

Gabríel sigraði þrefalt

Keppt var í badminton unglinga á Reykjavíkurleikunum um helgina. 38 BH-ingar tóku þátt í mótinu og stóðu sig vel. Gabríel Ingi Helgason náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt á mótinu en 10 aðrir BH-ingar unnu til verðlauna.


Verðlaunahafar BH-inga voru eftirfarandi:


 • Una Hrund Örvar - 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í tvenndar í U19

 • Halla María Gústafsdóttir - 1.sæti í tvíliða í U19

 • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í aukaflokki einliða í U17

 • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í aukaflokki einliða í U17

 • Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í aukaflokki einliða í U17

 • Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða, tvíliða og tvenndar í U15

 • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliða í U15

 • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í tvíliða og tvenndar í U13

 • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliða í U13

 • Snædís Sól Ingimundardóttir, 2.sæti í aukaflokki einliða í U13

 • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í einliða í U11


Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.Comentarios


bottom of page