top of page
Search

Gabríel Ingi í Centre of Excellence

Updated: Sep 13, 2022

BH-ingurinn Gabríel Ingi Helgason hóf æfingar í Badminton Europe Centre of Excellence í byrjun september. Um er að ræða afreksmiðstöð fyrir evrópska badmintonspilara sem stefna hátt í íþróttinni. Miðstöðin er staðsett í Holbæk í Danmörku þar sem aðstaða er öll hin glæsilegasta. Íþróttafólkið býr í göngufæri við glæsileg íþróttamannvirki og æfir 2-3 á dag undir handleiðslu öflugs fagfólks. Óskum Gabríel góðs gengis í þessu spennandi verkefni.


Comments


bottom of page