Keppt var í badminton unglinga á Reykjavíkurleikunum um helgina. Rúmlega 100 leikmenn tóku þátt, meðal annars öflugur hópur frá Færeyjum. Skráðir keppendur frá BH voru 30 talsins en einhverjir þurftu að boða forföll vegna covid einangrunar og/eða sóttkvíar. Okkar fólk náði góðum árangri á mótinu, margir að vinna sæta sigra og komu als 20 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn.
Verðlaunahafar BH á mótinu voru:
Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliðaleik í U19
Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U19 og einliðaleik í U19 aukaflokki
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U19
Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í U19
Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19 og einliðaleik í U19 aukaflokki
Stefán Steinar Guðlaugsson, 1.sæti í einliðaleik í U19 aukaflokki
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í einliðleik í U17
Adam Elí Ómarsson, 1.sæti í einliðaleik í U17 aukaflokki
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U15
Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U15
Elín Helga Einarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U15
Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í einliðaleik í U15 aukaflokki
Erik Valur Kjartansson, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U13
Dagur Örn Antonsson, 1.sæti í einliðaleik í U13 aukaflokki
Lúðvík Kemp, 2.sæti í einliðaleik í U13 aukaflokki
BH átti einnig þrjá fulltrúa í litlu U11 boðsmóti sem var haldið samhliða keppninni. Þar fengu allir þátttökuverðlaun.
Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir á Facebooksíðu TBR.
Til hamingju með góðan árangur.
Comments