Aðalfundur BH 2022 fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu þriðjudagskvöldið 5.apríl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf sem gengu hratt og vel fyrir sig. Ágætis mæting var á fundinn en á þriðja tug félagsmanna á öllum aldri tóku þátt.
Hörður Þorsteinsson var endurkjörinn formaður félagsins í 32 sinn með lófaklappi. Tveir stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Irena Ásdís Óskarsdóttir sem verið hefur gjaldkeri BH í um 20 ár lét af störfum en í hennar stað var kosin Snjólaug Birgisdóttir. Irena verður áfram í bakvarðarsveit BH sem eru frábærar fréttir enda fáir unnið eins mikið sjálfboðastarf fyrir félagið á undanförnum árum. Tómas Ingi Shelton sem setið hefur í stjórn borðtennisdeildar um árabil lét einnig af störfum en í hans stað var kosinn Mímir Mixa. Tómas Ingi er yfirþjálfari borðtennisdeildar og heldur áfram að sinna því að krafti. Irenu og Tómasi þökkum við fyrir góð stjórnarstörf og erum ánægð að þau haldi áfram að starfa innan félagsins. Smellið hér til að finna upplýsingar um stjórnir og ráð BH.
Farið var yfir ársskýrslu og ársreikninga á fundinum sem hægt er að nálgast með því að smella hér.
Góð samstaða var á fundinum, allar tillögur og mál samþykkt einróma og fínar umræðum undir önnur mál. Fundargerð aðalfundar má finna hér.
Comments