top of page
Search

Góð mæting á aðalfund

Aðalfundur Badmintonfélags Hafnarfjarðar var haldinn í Íþróttahúsinu við Strandgötu í gær. Góð mæting var á fundinn en hann sóttu rúmlega 30 manns.


Hörður Þorsteinsson var endurkjörinn formaður félagsins með lófaklappi en hann hefur verið formaður undanfarin 28 ár. Annað stjórnarfólk var einnig endurkjörið fyrir utan örlitlar breytingar hjá borðtennisdeild. Smellið hér til að finna upplýsingar um aðalstjórn og stjórnir deilda.


Töluvert var rætt um samningarviðræður stjórnar við Hafnarfjarðarbæ um yfirtöku félagsins á rekstri Íþróttahússins við Strandgötu á fundinum. Formaður sagði að viðræðurnar gengju vel og væri stefnt á undirritun samninga á 60 ára afmæli félagins þann 7.október næstkomandi.


Á fundinum var lögð fram ársskýrsla og ársreikningar sem hægt er að skoða á pdf skjali með því að smella hér. Eins og sjá má í skýrslunni er öflug starfsemi í félaginu, árangur afreksmanna góður og reksturinn réttu megin við strikið.


Aðalfundur BH 2019 í Strandgötu

Comments


bottom of page