top of page
Search

Góð mæting á Þrettándagleði

Hafnarfjarðarbær hélt árlega Þrettándagleði bæjarins fyrir framan tónlistarskólann og Hafnarfjarðarkirkju sem eru næstu nágrannar okkar í Strandgötu laugardaginn 6.janúar. Boðið var uppá skemmtilega tónlistardagskrá á sviði kl.17-17:45 og svo endað á glæsilegri flugeldasýningu.


BH var með opið hús í tilefni dagsins kl.16-18 og bauð öllum sem vildu að koma að prófa borðtennis og badminton. Einnig gafst fólki kostur á að kaupa nýbakaðar vöfflur og heitt súkkulaði til styrktar félaginu. Mjög góð mæting var á opna húsið og fullt á öllum völlum og borðum nær allan tímann. Því miður voru allar veitingar uppseldar þegar fólk fór að streyma í hús eftir flugeldasýninguna rúmlega 18 en í sárabætur var opnun hússins lengd til 18:30 svo fólk fékk að spila meira badminton og borðtennis í staðinn.


Þökkum öllum sem kíktu við fyrir heimsóknina og stuðninginn og Hafnarfjarðarbæ fyrir flotta hátíð.


Nokkrar myndir frá opnu húsi má finna hér á Facebook.Mörg nýttu tækifærið og horfðu á flugeldasýninguna af svölunum hjá okkur í Strandgötu en hún var bæði löng og stórglæsileg
Mörg nýttu tækifærið og horfðu á flugeldasýninguna af svölunum hjá okkur í Strandgötu en hún var bæði löng og stórglæsileg

Comments


bottom of page