top of page
Search

Góð helgi á Akranesi

BH-ingar áttu góða helgi á Íslandsmóti unglinga á Akranesi um helgina. BH átti 32 keppendur á mótinu sem stóðu sig með prýði og voru sér og sínum til sóma innan vallar sem utan. Níu Íslandsmeistaratitlar unnust í A flokkum, tveir í B flokkum auk sextán silfurverðlauna. Gabríel Ingi Helgason náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í U17 flokknum og þá sigruðu þær Katla Sól Arnarsdóttir í U13 og Matthildur Thea Helgadóttir í U11 einnig tvöfalt í sínum flokkum.


Íslandsmeistarar BH voru eftirfarandi:

  • Matthildur Thea Helgadóttir, Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik í U11

  • Erik Valur Kjartansson, Íslandsmeistari í einliðaleik í U11

  • Katla Sól Arnarsdóttir, Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik í U13

  • Gabríel Ingi Helgason, Íslandsmeistari í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í U17

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í U17

  • Sara Bergdís Albertsdóttir, Íslandsmeistari í einliðaleik í U19B

  • Freyr Víkingur Einarsson, Íslandsmeistari í einliðaleik í U19B

Silfurverðlaunahafar BH voru eftirfarandi:

  • Erik Valur Kjartansson, 2.sæti í tvíliðaleik í U11

  • Angela Líf Kuforiji, 2.sæti í einliðaleik í U13B

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U15A og tvenndarleik í U15

  • Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í einliðaleik í U17A og tvíliðaleik í U17

  • Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Adam Elí Ómarsson, 2.sæti í einliðaleik í U17B

  • Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Þorleifur Fúsi Guðmundsson, 2.sæti í einliðaleik í U19B

  • Lilja Berglind, Harðardóttir, 2.sæti í einliðaleik í U19B og tvíliðaleik í U19

  • Sara Bergdís Albertsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

Til hamingju með góðan árangur krakkar!


Þökkum Badmintonsambandi Íslands og Badmintonfélagi Akraness fyrir vel skipulagt og glæsilegt mót.


Myndir má finna hér á Facebook og úrslit allra leikja á hér á tournamentsoftware.com.


Gabríel Ingi Helgason, þrefaldur Íslandsmeistari í U17 flokknum á Íslandsmóti unglinga 2021.
Gabríel Ingi Helgason, þrefaldur Íslandsmeistari í U17 flokknum á Íslandsmóti unglinga 2021.

Comments


bottom of page