top of page
Search

Góð ferð til Svíþjóðar

Um helgina tóku 40 BH-ingar þátt í Viking Cup mótinu í Sollentuna í Svíþjóð. Með í för voru einnig tveir leikmenn frá ÍA og Hamri ásamt foreldrum og þjálfurum, samtals 52 manna hópur. Keppt var í bæði unglinga og fullorðinsflokkum á mótinu. Í einliðaleik og fámennum flokkum í tvíliðaleik var keppt í riðlum þar sem tveir komust uppúr hverjum riðli. Skemmtilegt fyrirkomulag sem tryggði flestu af okkar fólki marga leiki.


Eftirfarandi unnu til verðlauna:

  • Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í einliðaleik í A-flokki fullorðinna

  • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í A-flokki fullorðinna

  • María Rún Ellertsdóttir (ÍA), 2.sæti í einliðaleik í B-flokki fullorðinna

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í C-flokki fullorðinna

  • Lilja Berglind Harðardóttir, 1.sæti í einaliða- og tvíliðaleik í C-flokki fullorðinna

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í C-flokki fullorðinna

  • Sara Bergdís Albertsdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í C-flokki fullorðinna

  • Karen Guðmundsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í C-flokki fullorðinna

  • Valþór Viggó Magnússon (Hamar), 1.sæti í einliðaleik í C-flokki fullorðinna

  • Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í C-flokki fullorðinna

  • Freyr Víkingur Einarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í C-flokki fullorðinna

  • Þorleifur Fúsi Guðmundsson, 2.sæti í tvíliðaleik í C-flokki fullorðinna

  • Jón Víðir Heiðarsson, 1.sæti í einliðaleik í U15B

  • Brynjar Gauti Pálsson, 3.-4.sæti í einliðaleik í U15B

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik og 3.-4.sæti í einliðaleik í U13

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Lena Rut Gígja, 3.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Erik Valur Kjartansson, 2.sæti í einliðaleik í U13B og 3.-4.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 3.-4.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Gunnar Egill Guðlaugsson, 3.-4.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U13

Nánari úrslit má finna á badmintonsweden.tournamentsoftware.com.


Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu BH.


Comments


bottom of page