top of page
Search

Góð ferð til Spánar

Lið BH átti góða ferð til Spánar þar sem það tók þátt í Evrópukeppni félagsliða 19.-23.júní. Lið BH skipuðu þau Róbert Ingi Huldarsson, Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar ásamt Gústav Nilssyni sem er kom inní liðið sem lánsmaður frá TBR vegna forfalla.


13 lið voru skráð til keppninnar og var þeim skipt niður í 4 riðla. BH var í riðli með Kristiansand BK frá Noregi, ACD CHE Lagoense frá Portúgal og BC Jonglénster frá Lúxemborg. Lið BH tapaði öllum viðureignum sínum en fékk mikið af góðu spili og vann nokkra leiki.


Viðureignin gegn portúgalska liðinu var erfiðust, tapaðist 5-0, en Róbert Ingi og Gústav voru þó nálægt því að taka lotu í tvíliðaleik karla. Einn leikur vannst í viðureigninni gegn norska liðinu, tvíliðaleikur karla hjá Róberti Inga og Gústav í jöfnum þriggja lotu leik. Bæði einliðaleikur karla hjá Róberti Inga og tvíliðaleikur kvenna hjá Unu og Sólrúnu voru einnig mjög jafnir og okkar fólk ekki langt frá því að ná sigri af norska liðinu. Jafnasta viðureignin var gegn liðinu frá Lúxemborg sem endaði 3-2, sigur í tvíliðaleik karla og kvenna hjá okkar fólki og tvenndarleikurinn ekki langt frá því að detta okkar megin. Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Vegna slæmrar stöðu í fjármálum félagsins þurfti BH liðið að fjármagna ferðina að mestu leiti sjálft og spila mótið án stuðnings þjálfara og fararstjóra. Kjartan íþróttastjóri fylgdist þó með öllum leikjum á vefnum og veitti aðstoð eins og hægt var í þessum aðstæðum. Þá fékkst góður fjárhagsstuðningur frá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar sem tryggði að hægt var að taka þátt.


Við erum stolt af okkar fólki sem leggur mikið á sig til að geta keppt fyrir hönd félagsins og er til fyrirmyndar bæði innan vallar og utan.Lið BH sem tók þátt í Evrópukeppni félagsliða 2023, Róbert Ingi, Gústav (lánsmaður frá TBR), Sólrún Anna og Una Hrund.
Lið BH sem tók þátt í Evrópukeppni félagsliða 2023, Róbert Ingi, Gústav (lánsmaður frá TBR), Sólrún Anna og Una Hrund.

Comments


bottom of page