top of page
Search

Góð ferð til Siglufjarðar

Helgina 24.-26.september tóku 34 BH-ingar þátt í Unglingamóti TBS á Siglufirði. Þjálfararnir Kjartan, Kiddi og Anna Lilja fylgdu hópnum ásamt Ólafi og Sigurgeiri sem voru í fararstjórn úr hópi foreldra.


Farið var með rútu af stað um hádegi á föstudag og komið til baka á sunnudagskvöld. Fyrir utan það að keppa var farið í sund bæði á Blönduósi og Siglufirði, út að borða, spilað, spjallað og efnt til spurningakeppni. Ferðin gekk í alla staði vel og var hópurinn sér og sínum til sóma bæði utan vallar og innan.


BH-ingar náðu mjög góðum árangri á mótinu, spiluðu marga spennandi og jafna leiki og unnu marga góða sigra. Alls komu 16 gullverðlaun og 14 silfurverðlaun með heim í Hafnarfjörðinn. Stefán Logi Friðriksson náði þeim frábæra árangri annað mótið í röð að verða þrefaldur sigurvegari í U15 flokknum. Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:


  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í U11 og 2.sæti í tvenndarleik í U13

  • Emilía Ísis Nökkvadóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U13

  • Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í einliða, tvíliða og tvenndarleik í U15

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða í U15 og tvenndar í U17

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í einliða, tvíliða og tvenndarleik í U15

  • Birkir Darri Nökkvason, 1.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliða og tvenndarleik í U15

  • Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvenndarleik í U15

  • Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í U19

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvenndar og 2.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í U19

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U19

  • Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvenndarleik í U19

  • Sara Bergdís Albertsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U19


Til hamingju verðlaunahafar!


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir frá ferðinni eru komnar hér inná Facebook og fleiri væntanlegar.


Vinum okkar í TBS á Siglufirði þökkum við kærlega fyrir vel skipulagt mót og góðar móttökur.


BH hópurinn í veislusalnum sem gist var í.





Comments


riotinto.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page