top of page
Search

Fyrsti sigur Gabríels í úrvalsdeildinni

Updated: Sep 18, 2023

Einliðaleiksmót TBR fór fram í Gnoðarvoginum síðastliðinn föstudag. Keppt var í einliðaleik í úrvalsdeild karla og kvenna. BH-ingurinn Gabríel Ingi Helgason sigraði í karlaflokki og var þetta fyrsti sigur hans í efsta flokki. Gabríel spilaði fjóra leiki á mótinu og fóru þrír þeirra í oddalotu og/eða framlengingu. Úrslitaleikinn sigraði hann í oddalotu 22-20. Óskum Gabríel Inga innilega til hamingju með frábæran árangur.Gabríel Ingi, BH, sigraði Einliðaleiksmót TBR 2023. Daníel Jóhannesson, TBR, var í öðru sæti.
Gabríel Ingi, BH, sigraði Einliðaleiksmót TBR 2023. Daníel Jóhannesson, TBR, var í öðru sæti.

Comments


bottom of page