top of page
Search

Frábær ferð til Sandefjord

  • annaliljasig
  • May 27
  • 3 min read

Dagana 22.-26.maí fór stór og glæsilegur hópur BH-inga í frábæra keppnisferð til Sandefjord í Noregi. Í heild ferðuðust 45 frá Íslandi á mótið en þar af voru 30 keppendur frá BH. Æft var á fimmtudag og föstudag og keppt föstudag til sunnudags á Sandefjord Open 2025. Jóhannes Orri og félagar í Sandefjord Badmintonklubb tóku vel á móti hópnum sem fékk fullt af frábærum leikjum í ferðinni.


Keppt var í Jotun Hallen sem er æfinga og keppnisaðstaða Sandefjord Badmintonklubb en klúbburinn deilir húsinu með handboltaliði borgarinnar. Í húsinu eru 10 badmintonvellir þar af tveir sem aðeins er hægt að spila einliðaleik. Norska alþjóðamótið fer fram í þessari höll ár hvert en þá er spilað á 5 mottum. 258 keppendur frá 25 félögum í Noregi og Íslandi tóku þátt í mótinu. Spilað var í riðlum í öllum greinum og því fengu flestir leikmenn marga leiki.


Íslenskir verðlaunahafar voru eftirfarandi:


  • Róbert Ingi Huldarsson, 1.sæti í tvenndarleik í Senior elite

  • Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í Senior elite

  • Gerda Voitechovskaja, 1.sæti í tvíliðaleik í Senior elite

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í Senior elite

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í Senior elite

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliðaleik og 3.sæti í tvenndarleik í Senior elite

  • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvíliðaleik í Senior elite

  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 3.sæti í tvenndarleik í Senior elite

  • Snædís Sól Ingimundardóttir, 1.sæti í tvenndarleik í Senior B og tvíliðaleik í Senior C

  • Angela Líf Kuforiji, 1.sæti í tvíliðaleik í Senior C

  • Yuna Ír Thakham, 1.sæti í einliðaleik í Senior D

  • Kristján Ásgeir Svavarsson, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í Senior B

  • Jón Víðir Heiðarsson, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í Senior A

  • Sigurður Bill Arnarsson, 1.sæti í einliða og tvenndarleik í U13 B og tvíliða í U13A

  • Marínó Örn Óskarsson, 1.sæti í einliða, tvíliða og tvenndarleik í U13A

  • Katrín Sunna Erlingsdóttir, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í U13B

  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik og 3.-4.sæti í tvíliðaleik í U15A

  • Hákon Kemp, 1.sæti í tvíliðaleik í U15A

  • Lúðvík Kemp, 1.sæti í tvíliðaleik og 3.-4.sæti í einliðaleik í U15A

  • Aron Snær Kjartansson, 3.-4.sæti í tvíliðaleik í U15A

  • Sebastian Amor Óskarsson, 3.-4.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U15A

  • Júlía Marín Helgadóttir, 1.sæti í einliðaleik í U15B

  • Sölvi Leó Sigfússon, 1.sæti í einliðaleik í U15B og 3.-4.sæti í tvíliðaleik í U15A

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í U17A og tvenndarleik í U19A

  • Emma Katrín Helgadóttir, 3.sæti í einliðaleik í U17A

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 1.sæti í tvenndarleik í U19A og tvíliðaleik í Senior A

  • Birkir Darri Nökkvason, 1.sæti í einliða í U19B og tvenndar í Senior B, 2.sæti í tvíliða í Sen B


Heildarúrslit mótsins má finna hér.


Jóhannes Orri Ólafsson er þjálfari og varaformaður í Sandefjord Badmintonklubb en hann æfði í Badmintondeild KR fram á unglingsaldur eða þar til hann flutti til Noregs. Marius formaður klúbbsins og Jóhannes ásamt fleiri félagsmönnum aðstoðuðu íslenska hópinn við að fá gistingu og bílaleigubíla á góðu verði og ýmislegt fleira. Þökkum þeim kærlega fyrir góðar móttökur og vonumst til að fá hóp frá Sandefjord í heimsókn til Íslands sem fyrst.


Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni voru þau Erla Björg Hafsteinsdóttir, Kjartan Ágúst Valsson og Anna Lilja Sigurðardóttir. Keppendur voru 32 talsins og foreldrar og systkini 10. Allir U15 og yngri þurftu að hafa foreldri eða annan fullorðin fylgdarmann en U17 og eldri voru í umsjón fararstjóra. Foreldra hópurinn var duglegur við að hjálpa til við allt mögulegt sem þarf að græja í ferð sem þessari og þökkum við þeim kærlega fyrir. Pabbarnir Kjartan og Bjarni fá sérstakar þakkir fyrir að taka að sér akstur með hópinn milli hótels og íþróttahallar.


Myndir frá ferðinni má finna hér á Facebook.


Glæsilegur hópur frá Íslandi. 32 keppendur, 3 þjálfarar og fararstjórar, 10 foreldrar og systkini.
Glæsilegur hópur frá Íslandi. 32 keppendur, 3 þjálfarar og fararstjórar, 10 foreldrar og systkini.





 
 
 

Commenti


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page