top of page
Search

Frábær ferð til Frederikshavn

Dagana 31.ágúst til 4.september var 68 manna hópur iðkenda, þjálfara og foreldra frá BH, TBS og Tindastól í badmintonferð í Danmörku. Flogið var til Billund og þaðan keyrt í tveggja hæða rútu til Frederikshavn þar sem hópurinn, gisti, æfði, keppti og horfði á leik í dönsku deildinni. Ferðin endaði svo á góðum degi í Legoland áður en flogið var heim á leið.


Mótið sem keppt var á heitir FBK Nordic open og voru 343 skráðir til keppni þar af 50 frá Íslandi. Frá BH fóru 40 keppendur, 5 þjálfarar og 6 foreldrar. 8 keppendur komu frá TBS og 1 þjálfari og 5 foreldrar. Tindastóll sendi tvo keppendur og eitt foreldri.


Frederikshavn Badminton Klub tók virkilega vel á móti hópnum. Bauð uppá æfingaleiki og lítið einliðaleiksmót á föstudeginum og viðbótarleiki á sunnudeginum fyrir þau sem vildu. Danirnir voru ánægðir með að fá svona stóran hóp frá Íslandi en einnig voru keppendur frá Noregi, Svíþjóð og Færeyjum. Skrifað var um gestina í bæjarfjölmiðilinn Kanal Frederikshavn.


Íslenski hópurinn stóð sig frábærlega og vann til fjölmargra verðlauna:


U11

 • Marínó Örn Óskarsson, TBS, 1.sæti í einliðaleik B

U13

 • Erik Valur Kjartansson, BH, 1.sæti í tvenndarleik B

 • Júlía Marín Helgadóttir, Tindastól, 1.sæti í tvenndarleik B

 • Marínó Örn Óskarsson, TBS, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik B

 • Alda Máney Björgvinsdóttir, TBS, 2.sæti í tvenndarleik B

U15

 • Sebastian Amor Óskarsson, TBS, 1.sæti í einliðaleik A og 2.sæti í tvíliðaleik B

 • Hákon Kemp, BH, 1.sæti í tvíliðaleik B

 • Lúðvík Kemp, BH, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik B

 • Laufey Lára Haraldsdóttir, BH, 2.sæti í tvenndarleik B

 • Erik Valur Kjartansson, BH, 2.sæti í tvíliðaleik B

 • Helgi Sigurgeirsson, BH, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í C

 • Dagur Örn Antonsson, BH, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í C

 • Steingrímur Árni Jónsson, TBS, 3.sæti í tvíliðaleik í C

 • Tómas Ragnarsson, TBS, 3.sæti í tvíliðaleik í C

 • Sölvi Leó Sigfússon, BH, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í D

 • Baldur Freyr Friðriksson, BH, 1.sæti í tvíliðaleik í D

U17-U19

 • Stefán Logi Friðriksson, BH, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik A

 • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, TBS, 1.sæti í einliða-, tvíliða og tvenndarleik A

 • Katla Sól Arnarsdóttir, BH, 1.sæti í tvíliða- og 2.sæti í einliða- og tvenndarleik A

 • Adam Elí Ómarsson, BH, 2.sæti í einliðaleik B og tvenndarleik A

 • Emma Katrín Helgadóttir, Tindastól, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik B

 • Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir, TBS, 2.sæti í einliðaleik og 3.sæti í tvenndarleik B

 • Lena Rut Gígja, BH, 1.sæti í tvíliðaleik og 3.sæti í einliða og tvenndarleik í B

 • Jón Víðir Heiðarsson, BH, 1.sæti í einliðaleik og 3.sæti í tvenndarleik B

 • Angela Líf, BH, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í C

 • Björn Ágúst Ólafsson, BH, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í tvíliðaleik í C

 • Mikael Bjarki Ómarsson, BH, 2.sæti í tvíliðaleik í C

 • Birkir Darri Nökkvason, BH, 2.sæti í tvenndarleik í C

 • Snædís Sól Ingimundardóttir, BH, 1.sæti í tvíliðaleik í C

 • Þórdís María Róbertsdóttir, BH, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í C

Fullorðinsflokkar

 • Róbert Ingi Huldarsson, BH, 1.sæti í tvenndarleik og 3.sæti í einliða- og tvíliðaleik A

 • Una Hrund Örvar, BH, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik A

 • Guðmundur Adam Gígja, BH, 3.sæti í tvíliðaleik A og 1.sæti í tvenndarleik B

 • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, BH, 2.sæti í tvíliðaleik og 3.sæti í einliðaleik A

 • Rakel Rut Kristjánsdóttir, BH, 2.sæti í tvíliðaleik A og 1.sæti í tvenndarleik B

 • Stefán Steinar Guðlaugsson, BH, 2.sæti í tvenndarleik í B

 • Natalía Ósk Óðinsdóttir, BH, 2.sæti í tvenndarleik í B og 1.sæti í tvíliðaleik í A

 • Jón Sverrir Árnason, BH, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik og 3.sæti í tvíliðaleik C

 • Freyr Víkingur Einarsson, BH, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik C

 • Þorleifur Fúsi Guðmundsson, BH, 1.sæti í tvíliðaleik C

 • Emma Katrín Helgadóttir, Tindastól, 1.sæti í tvenndarleik C

 • Sebastían Vignisson, BH, 3.sæti í einliðaleik C

 • Jón Víðir Heiðarsson, BH, 3.sæti í tvíliðaleik C

Nánari úrslit mótsins má finna hér.


Myndir frá ferðinni má finna hér.Glæsilegur hópur á leiðinni til Danmerkur
Glæsilegur hópur á leiðinni til Danmerkur


Allar æfingar og keppni fóru fram í glæsilegri aðstöðu í Aren Nord í Frederikshavn á 25 badmintonvöllum. Einnig var gistiaðstaða í mannvirkinu og mötuneyti þar sem hópurinn borðaði þrisvar á dag.
Allar æfingar og keppni fóru fram í glæsilegri aðstöðu í Aren Nord í Frederikshavn á 25 badmintonvöllum. Einnig var gistiaðstaða í mannvirkinu og mötuneyti þar sem hópurinn borðaði þrisvar á dag.

bottom of page