top of page
Search

Frábær Akureyrarferð

Um helgina tóku 39 BH-ingar þátt í Haustmóti KA á Akureyri. Haldið var af stað með rútu um hádegi á föstudag og komið heim á sunnudagskvöld. Hópurinn keppti í KA heimilinu, gisti í Lundarskóla, skellti sér í sund í Akureyrarlaug, fór saman út að borða á Bryggjunni og átti virklega góða daga saman á Akureyri. 19 BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu og komu heim í Hafnarfjörð með 30 verðlaun. Sannarlega frábær Akureyrarferð.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru:

 • Emilía Ísis Nökkvadóttir - 1.sæti í einliða og tvíliða og 2.sæti í tvenndar í U11

 • Erik Valur Kjartansson - 1.sæti í einliða í U11 og 2.sæti í tvíliða í U13

 • Matthildur Thea Helgadóttir - 1.sæti í tvíliðaleik í U11

 • Rán Stefánsdóttir - 2.sæti í einliða og tvíliðaleik í U11

 • Embla Dögg Daníelsdóttir - 2.sæti í tvíliðaleik í U11

 • Vilhjálmur Ernir Torfason - 2.sæti í tvenndarleik í U11

 • Katla Sól Arnarsdóttir - 1.sæti í tvíliða- og 2.sæti í tvenndarleik í U13

 • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir - 1.sæti í tvíliða- í U13 og 1.sæti í tvenndarleik í U15

 • Rúnar Gauti Kristjánsson - 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U13

 • Guðbjörg Skarphéðinsdóttir - 2.sæti í einliðaleik í U15

 • Stefán Steinar Guðlaugsson - 1.sæti í einliða og tvenndarleik í U17

 • Karítas Perla Elídóttir - 1.sæti í tvenndarleik í U17

 • Valþór Viggó Magnússon - 2.sæti í tvenndarleik í U17

 • Þorleifur Fúsi Guðmundsson - 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U17

 • Guðmundur Adam Gígja - 1.sæti í tvíliðaleik í U17

 • Jón Sverrir Árnason - 1.sæti í tvíliðaleik í U17

 • Freyr Víkingur Einarsson - 2.sæti í tvíliðaleik í U17

 • Gabríel Ingi Helgason - 1.sæti í einliða- og 2.sæti í tvenndarleik í U19

 • Steinþór Emil Svavarsson - 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik í U19

Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.


Myndir frá helginni má finna á Facebook síðu BH.


BH hópurinn eftir góða pizzuveislu á Bryggjunni


Snillingarnir sem pössuðu uppá liðið okkar. Frá vinstri Ólafur, Garðar, Sólrún, Siggi, Kjartan.

Comments


bottom of page