top of page
Search

Frábær árangur á TBR opið

Opna TBR badmintonmótið fór fram í Gnoðarvoginum um helgina. Keppt var í úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Til keppni voru skráðir 80 leikmenn, þar af 26 frá BH. Okkar fólk stóð sig virkilega vel um helgina, spilaði marga jafna og spennandi leiki og sætir sigrar unnust. 20 verðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn.


Verðlaunahafar BH á mótinu:


  • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í úrvalsdeild

  • Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Davíð Phuong, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í 1.deild

  • Steinþór Emil Svavarsson, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í 1.deild

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í einliða í 1.deild og 2.sæti í tvenndarleik í 2.deild

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í 2.deild

  • Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvenndarleik í 2.deild

  • Adam Elí Ómarsson, 2.sæti í tvenndarleik í 2.deild

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Hrafn Örlygsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Kári Þórðarson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir af verðlaunahöfum má finna hér á Facebook síðu TBR.


Til hamingju með góðan árangur!




Comments


bottom of page