top of page
Search

Frábær árangur á RSL Iceland International

Updated: Feb 6, 2023

Alþjóðlega badmintonmótið RSL Iceland International 2023 sem er hluti af Reykjavik International Games fór fram í TBR húsunum 26.-29.janúar. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Metfjöldi þátttakenda var skráður til keppni í ár, 291 frá 40 löndum. 30 Íslendingar komust inn í mótið, þar af 12 BH-ingar.


Okkar fólki gekk mjög vel í keppninni og náðu öll að vera nálægt sínu besta spili sem er mjög ánægjulegt á svona sterku móti.


Sólrún Anna Ingvarsdóttir komst lengst allra Íslendinga í mótinu í einliðaleik en hún sigraði báða andstæðinga sína í undankeppni mótsins og komst inn í aðal keppnina. Í aðal keppninni var hún ekki langt frá sigri í fyrstu umferð en tapaði 21-19 og 21-19 í hörku leik gegn leikmanni frá Moldavíu.


Fjögur íslensk pör komust í 16-liða úrslit í tvíliðaleik á mótinu, tvö frá BH. Una Hrund Örvar og Sólrún Anna Ingvarsdóttir komust beint inn í aðal mótið í tvíliðaleik kvenna og sigruðu í fyrstu umferð par frá Eistlandi í hörku þriggja lotu leik. Í 16 liða úrslitum biðu þær lægri hlut fyrir pari frá Azerbajan. Gabríel Ingi Helgason og Róbert Þór Henn unnu einnig andstæðinga sína sem voru frá Írlandi í fyrstu umferð í tvíliðaleik karla. Í 16 liða úrslitum háðu þeir hörku baráttu við úkraínskt par og og þurftu að játa sig sigraða að lokum.


Í tvenndarleiknum náðu þau Rakel Rut Kristjánsdóttir og Guðmundur Adam Gígja að sigra einn leik í undankeppninni og háðu harða og góða baráttu í þeim seinni.


Aðrir BH-ingar náðu ekki að sigra sína leiki en spiluðu þó hörku flottar viðureignir og við erum svo sannarlega stolt af árangri okkar fólks. Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


BH-ingar voru einnig til fyrirmyndar hvað varðar aðstoð við framkvæmd mótsins s.s. dómgæslu, línuvörslu o.fl. sem er ekki síður mikilvægt. Vel gert!


Sólrún Anna Ingvarsdóttir
Sólrún Anna Ingvarsdóttir

Yorumlar


bottom of page