top of page
Search

Frábær árangur á Meistaramóti TBR

Okkar fólk stóð sig frábærlega á Meistaramóti TBR um helgina.

Katrín Vala, Daníel Ísak og Steinþór Emil sigruðu í einliðaleik og Sólrún Anna varð í 2.sæti. Þau eru öll í A-flokki nema Steinþór sem er í B-flokki.

Una Hrund og Sólrún Anna sigruðu í tvíliðaleik kvenna í A-flokki og Erla Rós og Sigga voru í 2.sæti í B-flokknum.

Feðginin Rakel Rut og Kristján Arnór sigruðu í tvenndarleik í B-flokki og Una Hrund og Daníel Ísak voru í 2.sæti í A-flokknum.

Nánari úrslit má finna á www.tournamentsoftware.com.

Comments


bottom of page