top of page
Search

Frábær árangur á Óskarsmótinu

Óskarsmót KR fór fram í Frostaskjólinu um helgina. Keppt var í meistara, A og B flokkum fullorðinna og náði okkar fólk frábærum árangri. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir var með fullt hús í A-flokknum, sigraði í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik og Róbert Ingi og Una Hrund unnu sín fyrstu gullverðlaun í meistaraflokki en þau sigruðu í tvenndarleik. Í heild unnu BH-ingar 28 verðlaun á mótinu af þeim 52 sem í boði voru.


Verðlaunahafar BH voru eftirfarandi:

  • Róbert Ingi Huldarsson, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í meistaraflokki

  • Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvenndarleik í meistaraflokki

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í A flokki

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í A-flokki

  • Irena Ásdís Óskarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

  • Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í einliða-, tvíliða, og tvenndarleik í A-flokki

  • Lilja Berglind Harðardóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

  • Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

  • Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvenndarleik í A-flokki

  • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í aukaflokki í einliðaleik í A-flokki

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki

  • Sólveig Ósk Jónsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki

  • Jae Abegail Pacot, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki

  • Sigríður Theodóra Eiríksdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki

  • Hilmar Ársæll Steinþórsson, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki

  • Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki og aukaflokki í einliðaleik í A

  • Kristján Ásgeir Svavarsson, 1.sæti í aukaflokki í einliðaleik í B-flokki


Öll úrslit frá Óskarsmótinu má finna hér á tournamentsoftware.com.


Róbert og Una unnu sín fyrstu gullverðlaun í meistaraflokki á Óskarmótinu um helgina og brosa eðlilega breitt yfir því.
Róbert og Una unnu sín fyrstu gullverðlaun í meistaraflokki á Óskarmótinu um helgina og brosa eðlilega breitt yfir því.

Það var hreinn BH úrslitaleikur í tvenndarleik í A-flokki þar sem Halla Stella og Kristian Óskar sigruðu Natalíu Ósk og Jón Sverri. Halla Stella sem er lengst til hægri á myndinni náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt á mótinu.
Það var hreinn BH úrslitaleikur í tvenndarleik í A-flokki þar sem Halla Stella og Kristian Óskar sigruðu Natalíu Ósk og Jón Sverri. Halla Stella sem er lengst til hægri á myndinni náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt á mótinu.



Comments


bottom of page