Vegna fjölgunar á Covid smitum hefur almannavarnarnefnd á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir því að sérstök aðgát sé höfð í íþróttahúsum á svæðinu. Það felur meðal annars í sér að foreldrar og forráðamenn mega ekki vera viðstaddir æfingar barna til amk. 5.október.
Vegna þessa verður ekki opninn tími hjá okkur á föstudaginn 2.október kl.19-20 og sunnudaginn 4.október kl.13-15. Þá verður æfing U9 á sunnudaginn 4.október án foreldra en börnin að sjálfsögðu velkomin og við pössum vel uppá þau. Látum ykkur vita í næstu viku hvort verður framhald á þessu.
Við leggjum mikla áherslu á að allir spritti hendur áður en komið er inn í íþróttahúsið og virði fjarlægðartakmörk. Þá er auðvitað mjög mikilvægt að allir sem finna fyrir einhverjum einkennum Covid19 haldi sig heima. Sóttvarnarreglur sem BSÍ hefur gert í samráði við yfirvöld eru í fullu gildi í húsinu og hvetjum við ykkur til að kynna ykkur þær vel hér á badminton.is.
Comentários