top of page
Search

Flottur árangur í Hveragerði

Um helgina tóku 15 BH-ingar þátt í Kjörísmóti Hamars í Hveragerði og stóðu sig vel. Keppt var í B flokkum unglinga U11-U17.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna:

  • Kristófer Davíðsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Björn Ágúst Ólafsson, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U13

  • Gunnar Egill Guðlaugsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Karitas Perla Elídóttir, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U15-U17

  • Ragnheiður Arna Torfadóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U15-U17

  • Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U15-U17

Sex BH-ingar kepptu í U9-U11 og má sjá mynd af þeim hér fyrir neðan. Í U9-U11 fá allir verðlaun og ekki er keppt til úrslita. Fleiri myndir má finna á Facebook og nánari úrslit á tournamentsoftware.com.



Comments


bottom of page