top of page
Search

Flottur árangur í Þorlákshöfn

Laugardaginn 29.febrúar tóku 20 BH-ingar þátt í Unglingamóti Þórs í Þorlákshöfn. Keppt var í B flokkum unglinga U9-U17 og stóð okkar fólk sig mjög vel.


Í U9 og U11 var ekki spilað til verðlauna en þar fengu allir viðurkenningu fyrir þátttökuna.

BH-ingarnir sem kepptu í U9 og U11 flokkunum

Í U13 sigraði Stefán Logi Friðriksson bæði í einliðaleik og tvíliðaleik með Kristófer Davíðssyni.


Verðlaunahafar í tvíliðaleik í U13. Til vinstri Kristófer og Stefán Logi BH, til hægri Ástþór og Kird úr Aftureldingu
Verðlaunahafar í tvíliðaleik í U13. Til vinstri Kristófer og Stefán Logi BH, til hægri Ástþór og Kird úr Aftureldingu

Brynjar Gauti Pálsson og Pálmi Snær Sveinsson sigruðu í tvíliðaleik í U15-U17 og Brynjar Gauti var auk þess í öðru sæti í einliðaleik í sama flokki.



Pálmi Snær vinstra megin og Brynjar Gauti hægra megin.
Pálmi Snær vinstra megin og Brynjar Gauti hægra megin.

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Takk fyrir þátttökuna og til hamingju með góðan árangur krakkar.

Comments


bottom of page