Keppt var í badminton unglinga á Reykjavíkurleikunum um helgina í TBR húsinu. 120 leikmenn voru skráðir til keppni, þar af 28 frá BH. Einnig voru á meðal keppenda um 30 leikmenn frá Færeyjum sem var mjög skemmtileg tilbreyting fyrir íslensku leikmennina.
Okkar fólk náði flottum árangri á mótinu, spiluðu fullt af flottum leikjum og komu með 22 verðlaun heim í Hafnarfjörð. Erik Valur Kjartansson náði þeim einstaka árangri að sigra þrefalt á mótinu.
Verðlaunahafar BH:
Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliða og tvenndarleik í U13 og 1.sæti í tvíliðaleik í U15
Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í aukaflokki í einliðaleik í U13
Hilmar Karl Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13
Birnir Hólm Bjarnason, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U13
Birnir Breki Kolbeinsson, 2.sæti í aukaflokk í einliðaleik U15
Lúðvík Kemp, 1.sæti í aukaflokk í einliðaleik U15
Hákon Kemp, 2.sæti í aukaflokk í einliðaleik U15
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í U17
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvenndar og 2.sæti í einliða í U17 og 2.sæti í tvíliða í U19.
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U17
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U17
Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í tvíliðaleik í U17
Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U17
Adam Elí Ómarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19
Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com
Fjölmargar frábærar myndir frá keppni helgarinnar má finna á Facebook síðu TBR. Hér eru myndir sem Kristín Þóra tók og hér myndir sem Árni Gestur tók.
Til hamingju með árangurinn og takk fyrir skemmtilega helgi.
Kommentare