top of page
Search

Flottur árangur á Reykjavíkurleikunum

Unglingameistaramót TBR sem er hluti af Reykjavíkurleikunum fór fram í TBR húsunum um helgina. BH átti 36 keppendur á mótinu sem stóðu sig allir vel. 11 BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:


Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í U13

Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliðaleik í U17

Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í U17

Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvenndarleik í U17

Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U17

Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvenndarleik í U17

Karítas Perla Elídóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U17

Steinþór Emil Svavarsson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U19

Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvíliðaleik í U19


Einnig var spilað lítið boðsmót í U11 þar sem fjórir BH-ingar fengu að taka þátt og fengu allir viðurkenningu fyrir þátttökuna.


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir frá mótinu eru á Facebook síðu TBR og Facebook síðu RIG.

Verðlaunahafar í tvenndarleik í U17 koma allir frá BH. Rakel og Kristian í 1. sæti og Stefán og Karítas í 2. sæti.
Verðlaunahafar í tvenndarleik í U17 koma allir frá BH. Rakel og Kristian í 1. sæti og Stefán og Karítas í 2. sæti.


コメント


bottom of page