top of page
Search

Flottur árangur á EM U17

Evrópukeppni U17 fór fram í Vilnius í Litháen fyrri hluta ágúst. Landsliðsþjálfari valdi tvo leikmenn til að taka þátt í einstaklingskeppni mótsins, BH-inginn Stefán Loga Friðriksson og Hrafnhildi Eddu Ingvarsdóttur frá TBS. Með þeim til Litháen fóru þjálfararnir Kjartan Ágúst Valsson, íþróttastjóri BH og aðstoðar landsliðsþjálfari, og Gerda Voitechovskaja, þjálfari hjá TBS.

Stefán Logi og Hrafnhildur Edda spiluð einliðaleik og tvenndarleik á mótinu og stóðu sig frábærlega. Þau töpuðu bæði fyrsta leik í einliðaleik gegn mjög sterkum andstæðingum en börðust vel og fengu fína reynslu úr þessum leikjum. Í tvenndarleiknum stóðu þau sig sérstaklega vel og unnu tvo leiki. Fyrsta leik sigruðu þau 22-20 og 21-14 gegn pari frá Portúgal. Annan leik sigruðu þau 21-19 og 21-18 gegn pari frá Slóvakíu. Í 32 liða úrslitum mættu þau hinsvegar ofjörlum sínum, sterku spænsku pari sem komst alla leið í 8 liða úrslit.


Flottur árangur hjá Stefáni Loga og Hrafnhildi Eddu að vinna tvo leiki á þessu sterka móti. Ekki oft sem Íslendingar hafa náð að vinna leiki á EM undanfarin ár. Óskum þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.


Íslenski hópurinn á EM U17, Kjartan Ágúst, Stefán Logi, Hrafnhildur Edda og Gerda.
Íslenski hópurinn á EM U17, Kjartan Ágúst, Stefán Logi, Hrafnhildur Edda og Gerda.

Íslensku keppendurnir, Stefán Logi, BH, og Hrafnhildur Edda, TBS.
Íslensku keppendurnir, Stefán Logi, BH, og Hrafnhildur Edda, TBS.


Stefán Logi og Hrafnhildur Edda í leik gegn portúgölskum andstæðingum
Stefán Logi og Hrafnhildur Edda í leik gegn portúgölskum andstæðingum

Stefán Logi og Hrafnhildur Edda á EM U17
Stefán Logi og Hrafnhildur Edda á EM U17

Höllin og umgjörðin í Litháen var frábær á EM U17
Höllin og umgjörðin í Litháen var frábær á EM U17

Comments


bottom of page