Helgina 1.-2.febrúar fór Unglingameistaramót TBR fram í Laugardalnum. Þetta er alltaf eitt skemmtilegasta mót ársins því það koma svo margir Færeyingar sem gaman er að spila við. Í ár var engin undantekning um 50 Færeyingar tóku þátt ásamt um 90 Íslendingum, þar af 36 frá BH.
Okkar fólk stóð sig vel á mótinu og komu 9 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn. Sigurður Bill Arnarsson sigraði í tvíliðaleik í U13 ásamt Marinó frá Siglufirði. Daniel Schuldeis var í öðru sæti í einliðaleik í aukaflokki U13. Erik Valur Kjartansson sigraði í einliðaleik í U15 og var í öðru sæti í tvíliðaleik ásamt Sebastian Amor frá Siglufirði. Aron Snær Kjartansson sigraði í einliðaleik í aukaflokki í U15. Stefán Logi Friðriksson og Rúnar Gauti Kristjánsson voru í 2.sæti í tvíliðaleik í U17-U19 en Stefán Logi var einnig í 2.sæti í tvenndarleik í U17-U19 ásamt Hrafnhildi Eddu Ingvarsdóttur.
Samhliða keppni í U13-U19 flokkunum var haldið lítið boðsmót í U11 flokknum þar sem nokkrir krakkar fengu tækifæri til að spila við færeyska jafnaldra. Átta BH-ingar fengu boð um þátttöku í boðsmótinu og fengu öll verðlaunapening fyrir þátttökuna.
Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir af BH-ingum má finna hér á Facebook og fleiri myndir hér á síðu TBR.
Takk fyrir þátttökuna krakkar og til hamingju með flottan árangur.
Þökkum TBR-ingum kærlega fyrir glæsilegt mót.

Comments