top of page
Search

Fjölmennt og fjörugt Snillingamót BH

  • annaliljasig
  • May 10, 2022
  • 1 min read

Árlegt Snillingamót BH í badminton fór fram í Strandgötu laugardaginn 7.maí. Þetta var í 7.sinn sem mótið var haldið og hafa aldrei eins margir skráð sig til þátttöku. 107 krakkar frá 8 félögum voru skráð en keppt var í yngstu aldursflokkunum, U9 og U11. Í U11 voru 46 keppendur og 61 í U9. Gamla skráningarmetið var sett árið 2017 en þá voru 75 keppendur og bæting á metinu því 43%.


Það var mikið fjör á mótinu. Foreldrar og aðrir áhorfendur duglegir að klappa í stúkunni og krakkarnir sýndu góða takta á völlunum. Hvor aldurshópur spilaði í 2 klukkustundir og fengu allir keppendur að spila amk 4 leiki. Í mótslok fengu allir sumargjöf eins og hefð er fyrir á Snillingamótum sem í þetta sinn var glansandi fallegur og litríkur bolti sem krakkarnir voru hvattir til að leika með úti í sumar þegar frí er frá badmintonæfingum.


Þökkum teljurum og mótsstjórn fyrir frábært utanumhald og öllum keppendum og áhorfendum fyrir komuna í Strandgötu.



Krakkarnir sem kepptu í U9 flokknum hress og glöð með fínu boltana


Glæsilegur hópur krakka í U11 flokknum sem kepptu á Snillingamóti BH 2022.



 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page