top of page
Search

Fjórir BH-ingar tóku þátt í Portugal International

BH-ingarnir Una Hrund Örvar, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Róbert Ingi Huldarsson og Gabríel Ingi Helgason tóku þátt í 58. Portugal International Championships 2023 sem fram fór í Caldas da Rainha í vikunni.


Mótið í Portúgal er einum styrkleika fyrir ofan alþjóðlega mótið sem haldið er á Íslandi ár hvert og ekki auðvelt að komast inní það. BH-ingarnir hafa hinsvegar verið duglegir að taka þátt í alþjóðlegum mótum og stóðu sig vel á Iceland International í febrúar og komust því inn.


Okkar fólk spilaði í undankeppni mótsins í öllum greinum nema tvíliðaleik kvenna þar sem þær Una Hrund og Sólrún Anna komust beint inní aðal mótið. Ekki unnust neinir sigrar að þessu sinni en reynslan mikilvæg.


Úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.


Sólrún Anna, Una Hrund, Gabríel Ingi og Róbert Ingi
Sólrún Anna, Una Hrund, Gabríel Ingi og Róbert Ingi

Comentários


bottom of page