top of page
Search

Ferð til Siglufjarðar

Updated: Oct 1, 2020

Helgina 9.-11.október stefnum við á að fara til Siglufjarðar til að taka þátt í Unglingamóti TBS. Ferðin verður farin með fyrirvara um að það sé leyfilegt vegna sóttvarnarreglna.


Keppt verður í unglingaflokkunum U11-U19 og verður rútuferð á vegum BH norður. Þetta er alltaf skemmtileg ferð sem við mælum með fyrir alla sem hafa einhverja reynslu af því að keppa. Þetta er eina ferðin á hverjum vetri þar sem er gist og því um að gera að nýta tækifærið.

Dagskrá

Mótið hefst klukkan 9:00 á laugardag og er stefnt að því að ljúka mótinu fyrir klukkan 16 á sunnudag. Reiknað er með brottför frá Strandgötu í kringum hádegi á föstudag og heimkomu um klukkan 22 á sunnudag.

Keppnisfyrirkomulag

Keppt er í A flokkum unglinga og því hentar mótið ekki vel fyrir þau sem ekki hafa keppt áður. Í einliðaleik verður spilað í riðlum en hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.


Áhorfendur ekki leyfðir

Búið er að gefa út að áhorfendur verða ekki leyfðir á mótinu og get því foreldrar ekki komið með til að horfa á. Fjöldi þjálfara og fararstjóra sem fer með hópnum fer eftir fjölda skráninga en undanfarin ár hafa þeir verið 3-5.


Gisting

BH hefur leigt sal Slysavarnarfélagsins á Siglufirði fyrir hópinn sem er í göngufæri frá íþróttahúsinu. Ekki verða önnur félög í þessum sal og því ekki hætta á smiti milli hópa. BH hópurinn verður einnig í sér rútu.

Kostnaður

Áætlaður kostnaður fyrir utan nesti og mat sem krakkarnir kaupa sjálf er eftirfarandi:

Rúta 8.000 kr (óstaðfest - fer eftir fjölda)

Mótsgjöld 5.000 kr.

Gisting með morgunverði 3.000 kr (tvær nætur)

Kvöldmatur föstudag 2.000 kr (óstaðfest)

Kvöldmatur laugardag 2.000 kr (óstaðfest)

Samtals: 20.000 kr.

Skráning

Foreldrar þurfa að skrá sín börn með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com eigi síðar en á föstudaginn 2.október. Í tölvupóstinum þurfa að vera upplýsingar nafn keppanda, kennitölu, nöfn meðspilara ef við á og símanúmer foreldra. Einnig þarf að taka fram ef taka þarf tillit til ofnæmis eða óþols fyrir einhverjum mat eða annað sem er nauðsynlegt fyrir þjálfara að vita um.


Vonum að sem flestir geti farið með í þessa skemmtilegu ferð.


BH-ingar í góðum gír á Akureyri haustið 2019. Þetta haustið er förinni heitið til Siglufjarðar en TBS og KA halda mót á haustin til skiptis.

Comentários


bottom of page