top of page
Search

Evrópukeppni félagsliða í Póllandi

Updated: Jun 28, 2022

Evrópukeppni félagsliða í badminton hefst í Bialystok í Póllandi þriðjudaginn 28.júní. Tvö lið keppa á mótinu fyrir Íslands hönd, BH og TBR. Mótið er liðakeppni þar sem keppt er í riðlum og er spilaður einn leikur í hverri grein í viðureign tveggja liða.


Í liði BH eru þau Róbert Ingi Huldarsson, Gabríel Ingi Helgason, Davíð Phuong, Una Hrund Örvar, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir og Kjartan Ágúst Valsson.


BH dróst í riðil 3 með liðum frá Póllandi, Tékklandi og Litháen. Bæði pólska og tékkneska liðið eru feikna sterk, skipuð leikmönnum sem eru ofarlega á heimslistanum. Litháenska liðið er hinsvegar nokkuð óskrifað blað.


Leikir BH í riðlinum verða þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með úrslitum hér á tournamentsoftware.com og einnig mun Badminton Europe bjóða uppá beina útsendingu frá öllum leikjum á badmintoneurope.tv. Lið TBR spilar á sömu tímum og dögum og BH og má finna þeirra leiki hér á tournamentsoftware.com.


Myndir og myndbönd frá mótinu verða settar á Facebook og Instagram. Myllumerki mótsins er #ecc22



Lið BH á æfingu í Strandgötu fyrir brottför til Póllands. Einn liðsmaður þurfti að fara snemma af æfingunni og var því límdur svona snyrtilega inná liðsmyndina.



Comments


bottom of page